SKÁLDSAGA Á ENSKU

The Picture of Dorian Gray

The Picture of Dorian Gray var fyrsta og jafnframt eina skáldsaga Wildes sem kom út á bók. Var það árið 1891, en sagan hafði verið birt í tímaritinu Lippincott's Magazine árið áður. Er sagan stórbrotin og Wilde vinnur þar með flókið táknmál og setur inn í tilbúinn ævintýraheim fyrir fullorðna. Má segja að hann hafi í sögunni á margan hátt fullkomnað þetta listform og útkoman er fölskvalaust meistaraverk. Með því að skírskota svo sterkt inn í heim ævintýranna nær Wilde að gera söguna óháða tíma og rúmi og því stendur hún jafn sterk í dag sem hún gerði þegar hún var skrifuð.  Aðalpersónan Dorian Gray hefur orðið nokkurs konar tákngervingur fyrir baráttu góðs og ills annars vegar og fegurðar og hrörnunar hins vegar, auk þess sem  hún gefur okkur innsýn inn í flókið samspil hugsana og framkvæmda okkar mannanna.


HÖFUNDUR:
Oscar Wilde
ÚTGEFIÐ:
2012
BLAÐSÍÐUR:
bls. 398

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...